Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. júlí 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Mónakó neitar að Mbappe sé á leið til Real
Mynd: Getty Images
Mónakó hefur neitað fréttum þess efnis að félagið hafi náð samkomulagi við Real Madrid um kaupverð á Kylian Mbappe.

Spænska íþróttablaðið Marca greindi frá því í dag að félögin hefðu náð samkomulagi um kaupverð sem gæti orðið allt að 180 milljónir evra.

Mbappe yrði um leið langdýrasti leikmaður í heimi en núverandi met er 105 milljónir evra sem Manchester United greiddi fyrir Paul Pogba í fyrra.

Mónakó segir hins vegar ekki rétt að samkomulag sé í höfn við Real Madrid.

Hinn 18 ára gamli Mbappe skoraði 26 mörk og lagði upp átta með Mónakó á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner