þri 25. júlí 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Chicharito er alltaf velkominn í hópinn hjá mér
Samdi við West Ham í gær.
Samdi við West Ham í gær.
Mynd: West Ham
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur oft hrósað sóknarmanninum Javier Hernandez. Þrátt fyrir þetta reyndi hann ekki að kaupa Hernandez í sumar.

Hernandez, oftast kallaður Chicharito, var kynntur sem nýjasti leikmaður West Ham í gærkvöldi.

Hann er að snúa aftur í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa leikið áður með Manchester United frá 2010 til 2015.

Mourinho er gríðarlega hrifinn af leikmanninum, en hann ákvað þó ekki að reyna að fá hann til sín á þessum tímapunkti.

„Hann fór frá félaginu fyrir nokkrum árum. Hann er góður leikmaður, leikmaður sem getur alltaf skorað mörk," sagði Mourinho er hann ræddi við blaðamenn í Bandaríkjunum.

„Hann er leikmaður sem ég myndi alltaf bjóða velkominn í minn leikmannahóp vegna þess að hann er leikmaður sem þarf ekki margar mínútur á vellinum til að skora mörk."

„Við fórum í aðra átt, fengum yngri leikmann í Lukaku. Við erum líka með Rashford sem getur spilað sem fremsti maður."

Sjá einnig:
Mourinho: Chicharito væri kominn með 20 mörk fyrir okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner