Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 25. júlí 2017 11:33
Magnús Már Einarsson
Myndband: Sjónvarpsstöð Maccabi heimsótti æskuslóðir Viðars
Viðar og Kjartan faðir hans.
Viðar og Kjartan faðir hans.
Mynd: .
Viðar Örn Kjartansson og liðsfélagar hans í Maccabi Tel Aviv unnu KR 2-0 í Vesturbænum í síðustu viku í síðari leik liðanna í 2. umferð Evrópudeildarinnar.

Menn frá heimasíðu Maccabi Tel Aviv nýttu Íslandsheimsóknina til að gera innslag um Viðar.

Kíkt var í heimsókn á Selfoss þar sem rakarinn Kjartan Björnsson, faðir Viðars, fór yfir málin. Kjartan uppljóstraði meðal annars því að Viðar var efnilegur skákmaður á yngri árum.

Rætt var við ömmu og afa Viðars, fyrrum þjálfara hans sem og vini hans.

Um 50 manns mættu á KR-völl til að styðja Viðar en þar voru bæði vinir og fjölskylda hans.

Smelltu hér til að sjá innslagið
Athugasemdir
banner