Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. júlí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Penninn á lofti hjá Huddersfield - Schindler skrifar undir
Schindler fagnar eftir að Huddersfield tryggði sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Schindler fagnar eftir að Huddersfield tryggði sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið nóg að gera á skrifstofunni hjá Huddersfield í sumar.

Liðið hefur keypt til sín fjölda leikmanna, en mikil vinna hefur einnig verið lögð í það að halda þeim leikmönnum sem eru hjá félaginu.

Nú hefur þýski varnarmaðurinn Christopher Schindler skrifað undir þriggja ára samning með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Hinn 27 ára gamli Schindler kom til Huddersfield síðasta sumar frá 1860 Munich og varð þá dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hann kostaði þá 1,8 milljónir punda, en metið hefur verið bætt nokkrum sinnum í sumar, en félagið hefur verið duglegt á markaðnum.

„Christopher var einn af okkar bestu leikmönnum á síðustu leiktíð," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield, við undirskrift, en Huddersfield er nýliði í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner