Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. júlí 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Tók fyrsta viðtalið við Katrínu - Samherjar í landsliðinu í dag
Katrín í viðtalinu við Guðbjörgu árið 2008.
Katrín í viðtalinu við Guðbjörgu árið 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag, níu árum síðar eru Katrín og Guðbjörg hér á landsliðsæfingu í gær.
Í dag, níu árum síðar eru Katrín og Guðbjörg hér á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég man eftir þessu. Þetta er þegar við urðum Íslandsmeistarar í 3. flokki. Ég held að við höfum unnið Breiðablik 7-1," sagði landsliðskonan Katrín Ásbjörnsdóttir við Fótbolta.net aðspurð út í myndina hér til hliðar.

Myndin er frá árinu 2008 en þar er Katrín í viðtali hjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur, núverandi samherja hennar í landsliðinu. Guðbjörg var þá að störfum fyrir Fótbolta.net.

Smelltu hér til að lesa viðtalið sem Katrín tók við Guðbjörgu

„Þetta var fyrsta viðtalið sem ég fór í og ég var stressuð. Ég held að ég hafi verið mjög hátt uppi og ekki alveg vitað hvað ég var að segja eftir þennan leik."

„Ég vissi ekkert hver Gugga var þarna, ég hafði ekki hugmynd um það. Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að ég fattaði að þetta var hún."


Guðbjörg starfaði fyrir Fótbolta.net sumarið 2008 þar sem hún gat lítið verið með Val eftir að hafa slitið hásin.

„Ég man eiginlega ekkert eftir þessu. Ég vissi ekkert hver hún var á þessum tíma," sagði Guðbjörg hlæjandi um myndina af sér og Katrínu.

„Ég er gríðarlegt fótboltanörd og þegar ég sleit hásin þá vildi ég ekki vera heima í sófanum að gera ekkert. Hafliði (Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net), gaf mér vinnu við að reyna að auka umfjöllun í kvennaboltanum. Það hefur klárlega gerst síðan þá."

„Þar sem ég er spila úti í Svíþjóð þá get ég ekki séð leikina heima í dag. Ég kíki reglulega á Fótbolta.net og skoða skýrsluna eftir leiki í Pepsi-deildinni."

Athugasemdir
banner
banner