banner
   þri 25. júlí 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Varafyrirliði RB Leipzig: Keita gekk of langt
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Naby Keita var pirraður á æfingu þýska liðsins RB Leipzig í gær. Ralph Hasenhuttl, þjálfari Leipzig, flautaði æfinguna hjá félaginu af eftir hrottalega tæklingu Keita á Diego Demme.

Keita er sagður vilja fara til Liverpool en enska félagið hefur verið á höttunum á eftir honum í sumar.

Leipzig hefur hafnað 66 milljóna punda tilboði í Keita í sumar og talið er að það hafi komið frá Liverpool. Næsta sumar getur Keita farið á 48 milljónir punda samkvæmt klásúlu í samningi hans.

Keita var pirraður á æfingu í gær. Diego Demme, liðsfélagi hans, átti hörkutæklingu á Keita á æfingunni. Keita var ekki sáttur og svaraði fyrir sig með hrottalegri tæklingu á Demme.

Demme lá í grasinu og grét eftir tæklinguna.

Willi Orban, varafyrirliði RB Leipzig, segir í viðtali við Sport1 að Keita hafi gengið of langt með tæklingunni.

„Það var flott ákefð á æfingunni og ég hef gaman af því, en Keita gekk of langt þarna," sagði Orban.

Það er allt í góðu núna... en Keita og liðsfélagi hans, Demme, sættust eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner