þri 25. júlí 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill meina að Dimitri Payet sé „gallað eintak"
Það var mikil dramatík í kringum Payet þegar hann fór frá West Ham.
Það var mikil dramatík í kringum Payet þegar hann fór frá West Ham.
Mynd: Getty Images
David Sullivan, annar eiganda West Ham, vill meina að Dimitri Payet, fyrrum leikmaður, sé gallað eintak. Sullivan lætur stór orð falla um franska leikmanninn í samtali við Talksport í dag.

Payet kom til West Ham árið 2015 og átti magnað fyrsta tímabil í Lundúnum. Næsta tímabil var ekki eins gott.

Segja má að Payet hafi farið í verkfall. Hann neitaði að æfa og krafðist þess að fá að fara aftur til Marseille í janúar og eftir nokkrar furðulegar vikur ákvað West Ham að verða við ósk hans.

Sullivan segir að hegðun Payet hafi sýnt af hverju stóru liðin í Evrópu hafi aldrei reynt að fá hann.

„Við vissum að Payet væri gallað eintak, og þess vegna fengum við hann á aðeins 10,5 milljónir punda," sagði Sullivan við Talksport.

„Þetta voru frábær kaup, en við vissum að við værum að fá gallaðan einstakling og einhvern sem gæti farið í verkfall. Hann hafði gert það áður. Þess vegna hafa stóru liðin hafa aldrei reynt að fá hann."

„Við vildum ekki selja hann, en stundum þurfum við að gera það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner