Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 25. ágúst 2013 20:54
Magnús Þór Jónsson
Ólafur: Nú þurfa menn að girða sig í brók og sýna ákefð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks er ekki sáttur með 2 stig úr ferðalögum sínum á Vesturland síðustu fjóra daga. Eftir frábærar fyrstu 25 mínútur Blika dró aðeins úr sóknarþunga þeirra. Var það þreyta eða eitthvað annað?

"Fæstir ná að stjórna heilum leikjum og skapa öll þessi færi í 90 mínútur (í Pepsideild). Það eru sveiflur í öllum leikjum eins og þessum og mér fannst við koma aftur undir lok leiksins og ég er ósáttur við að nýta ekki þau færi sem við fengum"

"Mér fannst vanta gæði á þessum margumrædda síðasta þriðjungi hvort sem þar var um að ræða sentera, bakverði eða miðjumenn.  Jafntefli duga lítið fyrir okkur og nú þurfa menn að girða sig í brók og fá meiri ákefð og greddu eins og stundum er sagt"

Ólafur vildi minna fréttaritara á að töluvert væri eftir af mótinu þegar hann spurði hvort að ekki væri að miklu að keppa að ná þriðja sætinu í deildinni og þar með Evrópusæti:

"Ég heyri að þú vilt ekki hafa FH og KR í þessu!  Þetta er ennþá fjögra liða barátta og hver er sinnar gæfu smiður."

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir fréttinni, m.a. um leikjaálagið hjá Breiðablik, fína frammistöðu varnarmanna sinna og framhaldið í deildinni.
Athugasemdir