Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   sun 25. ágúst 2013 20:54
Magnús Þór Jónsson
Ólafur: Nú þurfa menn að girða sig í brók og sýna ákefð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks er ekki sáttur með 2 stig úr ferðalögum sínum á Vesturland síðustu fjóra daga. Eftir frábærar fyrstu 25 mínútur Blika dró aðeins úr sóknarþunga þeirra. Var það þreyta eða eitthvað annað?

"Fæstir ná að stjórna heilum leikjum og skapa öll þessi færi í 90 mínútur (í Pepsideild). Það eru sveiflur í öllum leikjum eins og þessum og mér fannst við koma aftur undir lok leiksins og ég er ósáttur við að nýta ekki þau færi sem við fengum"

"Mér fannst vanta gæði á þessum margumrædda síðasta þriðjungi hvort sem þar var um að ræða sentera, bakverði eða miðjumenn.  Jafntefli duga lítið fyrir okkur og nú þurfa menn að girða sig í brók og fá meiri ákefð og greddu eins og stundum er sagt"

Ólafur vildi minna fréttaritara á að töluvert væri eftir af mótinu þegar hann spurði hvort að ekki væri að miklu að keppa að ná þriðja sætinu í deildinni og þar með Evrópusæti:

"Ég heyri að þú vilt ekki hafa FH og KR í þessu!  Þetta er ennþá fjögra liða barátta og hver er sinnar gæfu smiður."

Nánar er rætt við Ólaf í viðtalinu sem fylgir fréttinni, m.a. um leikjaálagið hjá Breiðablik, fína frammistöðu varnarmanna sinna og framhaldið í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner