Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 25. ágúst 2016 14:36
Elvar Geir Magnússon
AC Milan segir aftur nei við Chelsea - Hafnaði stóru tilboði
Alessio Romagnoli.
Alessio Romagnoli.
Mynd: Getty Images
Alessio Romagnoli er ekki til sölu. Þetta segir AC Milan sem hefur hafnað öðru tilboði frá Chelsea í þennan 21 árs varnarmann.

Á dögunum hafnaði ítalska félagið tilboði Lundúnafélagsins sem svaraði með því að koma með mun stærra endurbætt tilboð. Því tilboði hefur nú einnig verið neitað.

Daily Mail segir að Chelsea hafi boðið 35 milljónir punda í Romagnoli sem er í miklum metum hjá Antonio Conte, stjóra Chelsea.

Conte er ákveðinn í að styrkja leikmannahóp sinn áður en félagaskiptaglugganum verður lokað í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner