fim 25. ágúst 2016 14:23
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar orðaður við Roma og HSV í Hamborg
Aron Einar að færa sig frá Bretlandi?
Aron Einar að færa sig frá Bretlandi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er orðaður við félög í tveimur af stærstu deildum Evrópu. Þýskir fjölmiðlar segja að HSV í Hamborg hafi áhuga á að kaupa Aron frá Cardiff City og þá er einnig talað um áhuga frá Roma á Ítalíu.

Sagt er að forráðamenn HSV hafi heillast af Aroni á Evrópumótinu í sumar og skildi engan undra.

Aron hefur ekki átt fast sæti hjá Cardiff.

„Það eru einhverjar þreifingar, eins og gengur og gerist," sagði Aron við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði. „Það er mikið af liðum sem hafa spurst fyrir, sérstaklega eftir Evrópumótið. Ég reiknaði með því og Cardiff líka. Eins og er þá er ég ekki ofur stressaður. Ég er bara að reyna að koma mér aftur í liðið."

HSV hafnaði í tíunda sæti þýsku Bundesligunnar á síðasta tímabili en Roma í þriðja sæti ítölsku A-deildarinnar. Roma tapaði í fyrradag fyrir Porto í undankeppni Meistaradeildarinnar og leikur í Evrópudeildinni í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner