fim 25. ágúst 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Evra ekki valinn í franska landsliðshópinn
Evra í leiknum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum EM í sumar.
Evra í leiknum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum EM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, hefur valinn hópinn fyrir vináttuleik gegn Ítalíu og leik gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM.

Athygli vekur að hinn 35 ára gamli Patrice Evra er ekki í hópnum að þessu sinni.

„Ég þarf að byrja að hugsa um HM eftir tvo ár. Ég þarf að gefa yngri leikmönnum spiltíma til að þeir geti bætt sig," sagð Deschamps.

Eliaquim Mangala og Morgan Schneiderlin detta einnig úr hópnum frá því á EM auk þess sem Hugo Lloris, Kingsley Coman, Bacary Sagna og Christophe Jallet eru ekki í hópnum þar sem þeir eru að glíma við meiðsli.

Sebastien Corchia, Djibril Sidibe og Alphonse Areola eru allir nýliðar í hópnum. Layvin Kurzawa var valinn í hópinn sem og Raphael Varane sem snýr aftur eftir meiðsli.

Franski landsliðshópurinn: Alphonse Areola (Paris St Germain), Benoit Costil (Stade Rennais), Steve Mandanda (Crystal Palace), Sebastien Corchia (Lille), Lucas Digne (Barcelona), Laurent Koscielny (Arsenal), Layvin Kurzawa (Paris St Germain), Adil Rami (Sevilla), Djibril Sidibe (AS Monaco), Samuel Umtiti (Barcelona), Raphael Varane (Real Madrid), Yohan Cabaye (Crystal Palace), N'Golo Kante (Chelsea), Blaise Matuidi (Paris St Germain), Dimitri Payet (West Ham United), Paul Pogba (Manchester United), Moussa Sissoko (Newcastle United), Nabil Fekir (Olympique Lyonnais), Andre-Pierre Gignac (Tigres), Olivier Giroud (Arsenal), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Alexandre Lacazette (Olympique Lyonnais), Anthony Martial (Manchester United).
Athugasemdir
banner
banner
banner