fim 25. ágúst 2016 19:00
Gunnar Karl Haraldsson
Evrópudeildin: Flestir Íslendingarnir úr leik
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Getty Images
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Getty Images
Lið Gautaborgar heimsótti Qarabag frá Azerbaijan í Evrópudeildinni í dag. Gautaborg vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli. Gautaborg fékk hins vegar skell í kvöld og töpuðu leiknum 3-0. Elías Már Ómarsson kom inná hjá Gautaborg á 72. mínútu. Hjálmar Jónsson var ónotaður varamaður.

Bröndby mætti Panathinaikos, fyrri leikur liðanna fór fram í Grikklandi og endaði 3-0 fyrir heimamönnum. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Danmörku í kvöld og fer Panathinaikos því áfram í riðlakeppnina. Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn hjá Brondby.

Grasshoppers, sem sló meðal annars út KR fyrr í sumar mætti Fenerbache. Fyrri leikurinn endaði 3-0 fyrir Fenerbache. Svipað var uppi á teningnum í kvöld og vann Fenerbache 2-0 sigur. Rúnar Már Sigurjónsson spilaði allan leikinn hjá Grasshoppers.

Rosenborg tapaði í kvöld fyrir Austría Vín, fyrri leikur liðanna endaði 2-1 fyrir Austria og sama gerðist í kvöld. Austria fer því áfram í riðlakeppnina. Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn hjá Rosenborg, Matthías Vilhjálmsson kom inná sem varamaður á 26. mínútu og Guðmundur Þórarinsson var ónotaður varmaður.

Hér má sjá úrslitin það sem af er degi:

Qarabag (Azerbaijan) 3 - 0 Goteborg (Svíþjóð) (Samtals 3-1)
1-0 Rashad Sadigov ('19 )
2-0 Muarem Muarem ('26 )
3-0 Dani Quintana ('51 )

Brondby (Danmörk) 1 - 1 Panathinaikos (Grikkland) (Samtals: 1-4)
1-0 Hany Mukhtar ('35 )
1-1 Ivan Ivanov ('65 )

Grasshoppers (Sviss) 0 - 2 Fenerbahce (Tyrkland) (Samtals: 0-5)
0-1 Fernandao ('77 )
0-2 Miroslav Stoch ('84 )

Rosenborg (Noregur) 1 - 2 Austria V (Austurríki) (Samtals 2-4)
0-1 Alexander Grunwald ('57 )
1-1 Christian Gytkjer ('59 , víti)
1-2 Olarenwaju Kayode ('68 )

Liberec (Tékkland) 3 - 0 AEK Larnaca (Kýpur) (Samtals: 4-0)
1-0 Jan Sykora ('8 )
2-0 Jan Sykora ('15 )
3-0 Jan Sykora ('41 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner