Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. ágúst 2016 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Griezmann: Á skilið að vera tilnefndur sem besti leikmaður Evrópu
Griezmann í leiknum gegn Íslandi.
Griezmann í leiknum gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Antoine Griezmann segist eiga skilið að vera tilnefndur sem besti leikmaður Evrópu, eftir frábært tímabil, bæði fyrir Atletico Madrid sem og franska landsliðið.

Griezmann var tilnefndur sem besti leikmaður Evrópu, ásamt Gareth Bale og Cristiano Ronaldo en sigurvegarinn verður tilkynntur, áður en dregið verður í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Hann skoraði 29 mörk fyrir Atletico og bætti hann við sex í sex leikjum fyrir Frakka á EM en það er tvöfalt meira en næstu menn.

„Ég er greinilega á réttri leið með að verða einn af þeim bestu. Ég vil ekki líta of stórt á mig en mér finnst ég eiga skilið að vera tilnefndur þar sem ég átti frábæra leiktíð, bæði fyrir félagsliðið og landsliðið," sagði Griezmann.

Cristiano Ronaldo þykir líklegastur til að hneppa verðlaunin þar sem hann átti stóran þátt í að Portúgal vann EM, ásamt því að skora meira en 50 mörk á tímabili, sjötta árið í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner