fim 25. ágúst 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ísland í dag - Grindavík getur nánast tryggt Pepsi
Grindavík getur komist langt með að tryggja sæti sitt í Pepsi-deildinni, 2017
Grindavík getur komist langt með að tryggja sæti sitt í Pepsi-deildinni, 2017
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir og Selfoss eiga bæði leiki.
Leiknir og Selfoss eiga bæði leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Inkasso deildin heldur áfram að rúlla í kvöld með þrem leikjum. Grindavík getur komist enn nær því að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni að ári er þeir fara í heimsókn suður á Selfoss. Grindavík er 11 stigum fyrir ofan liðið í 3. sæti og getu liðið nánast tryggt þetta með sigri.

Keflavík er búið að heltast úr lestinni í baráttunni um þetta Pepsi-deildar sæti en þeir fá heimsókn frá Haukum. Leiknir R. fær svo heimsókn frá Fram.

ÍR mætir Ægi í 2. deildinni en ÍR-ingar, eins og Grindvíkingar eru komnir ansi nálægt því að komast upp um deild. Liðið er átta stigum fyrir ofan Gróttu og Aftureldingu en ÍR fær Ægi í heimsókn í kvöld. Grótta og Afturelding mætast einmitt í hrikalega mikilvægum leik sem gæti skipt sköpum um hvort liðið fer í 1. deildina að ári.


Einnig er leikið í 4. deildinni ásamt einum leik í 1. deild kvenna.

Inkasso deildin 1. deild karla 2016
18:00 Leiknir R.-Fram (Leiknisvöllur)
18:00 Selfoss-Grindavík (JÁVERK-völlurinn)
18:00 Keflavík-Haukar (Nettóvöllurinn)

2. deild karla 2016
18:00 ÍR-Ægir (Hertz völlurinn)
19:15 Grótta-Afturelding (Vivaldivöllurinn)

4. deild karla 2016 B-riðill
19:30 Snæfell-ÍH (Akraneshöllin)
21:00 KFG-KB (Samsung völlurinn)

4. deild karla 2016 C-riðill
18:30 Hvíti riddarinn-Ísbjörninn (Varmárvöllur)
19:00 Augnablik-Léttir (Fagrilundur)

1. deild kvenna 2016 C-riðill
18:00 Völsungur-Tindastóll (Húsavíkurvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner