Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 25. ágúst 2016 17:06
Elvar Geir Magnússon
Kvennaleikmaður ársins kemur frá Noregi
Ada Hegerberg.
Ada Hegerberg.
Mynd: Getty Images
Norska landsliðskonan Ada Hegerberg hefur verið valin kvennaleikmaður ársins í Evrópu. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Mónakó.

Auk hennar voru Amandine Henry og Dzsenifer Marozsán tilnefndar.

Hegerberg er 21 árs og leikur sem sóknarmaður hjá Lyon í Frakklandi þar sem hún hefur raðað inn titlum. Liðið vann Meistaradeild Evrópu á árinu.

Hún hefur skorað 28 mörk í 50 landsleikjum fyrir Noreg.
Athugasemdir
banner
banner