Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. ágúst 2016 15:30
Elvar Geir Magnússon
Spennulaus titilbarátta framundan í Þýskalandi
Spennandi verður að fylgjast með hinum 19 ára Renato Sanches hjá Bayern München.
Spennandi verður að fylgjast með hinum 19 ára Renato Sanches hjá Bayern München.
Mynd: Getty Images
Raphael Honigstein, sparkspekingur Guardian, segir að þýska Bundesligan innihaldi fullt af nýjum skemmtilegum karakterum og gæðum. Það verði þó engin spenna í titilbaráttunni frekar en undanfarin ár.

Bayern München eigi titilinn vísan, eina sem mögulega geti komið í veg fyrir sigur Bæjara yrði ótrúlegt kæruleysi þeirra sjálfra.

„Bayern vinnur þessa deild með hendur í vösum," sagði Carlo Ancelotti á sínum tíma en hann er nú orðinn þjálfari Bayern.

Honigstein segir að þó engin spenna verði í baráttu um toppsætið sé ljóst að það verði mikil skemmtun framundan í þýsku deildinni.

„Það er búið að kaupa 211 nýja leikmenn í deildina fyrir samtals 400 milljónir evra. Það er nóg af nýjum spennandi leikurum og þá erum við búnir að fá ríka nýliða í RB Leipzig," segir Honigstein.

„Veðbankar telja að líkurnar á því að Dortmund vinni séu einn á móti átta. Thomas Tuchel hefur endurnýjað liðið með leikmönnum á borð við hinn vanmetna Sebastian Rode, hinn unga Ousmane Dembele og þá er Mario Götze mættur aftur. Það eru spennandi hlutir í gangi hjá Dortmund."

„Breiddin hjá Bayern er ótrúleg eftir komu Mats Hummels og Renato Sanches fyrir samtals 70 milljónir evra. Eina von þeirra liða sem eru fyrir neðan er að Bæjarar verði of uppteknir við Evrópukeppnina með Meistaradeildarsérfræðinginn Ancelotti við stjórnvölinn."

Bayern München mætir Werder Bremen annað kvöld í opnunarleik tímabilsins í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner