Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. ágúst 2016 13:19
Elvar Geir Magnússon
Stóri Sam velur Rashford ekki í landsliðið
Rashford spilaði með Englandi á EM.
Rashford spilaði með Englandi á EM.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu í kjölfar þess að hlutverk hans hjá Manchester United hefur minnkað.

Rashford hefur misst sæti sitt hjá United eftir að Jose Mourinho tók við og fékk Zlatan Ibrahimovic í sóknina. Hann hefur ekki spilað mínútu í þeim tveimur úrvalsdeildarleikjum sem United hefur leikið.

Stóri Sam Allardyce, nýr þjálfari enska landsliðsins, telur að hann geti ekki réttlætt að gefa hinum 18 ára Rashford sæti í landsliðshópnum. England á sinn fyrsta leik í undankeppni HM gegn Slóvakíu snemma í komandi mánuði.

Rashford hefur í staðinn verið valinn í U21-landslið Englands.
Athugasemdir
banner
banner