Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. ágúst 2016 11:32
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Árborgar: Vorum ekki að veðja á leikinn
Árborg tapaði mjög óvænt.
Árborg tapaði mjög óvænt.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Guðjón Bjarni Hálfdánarson þjálfari Árborgar í 4. deildinni vísar öllum kenningum um veðmálasvindl á bug en Árborg tapaði mjög óvænt fyrir Afríku í gær.

Árborg er í efsta sæti A-riðils 4. deildar og var fyrir leikinn með 24 stiga forskot á Afríku sem hefur verið á botni deildarinnar í mörg ár og unnið sárafáa leiki.

Guðjón Bjarni sá sig knúinn til að gefa frá sér tilkynningu á Facebook varðandi þessi óvæntu úrslit en Afríka vann leikinn 2-1.

Kenningar hafa verið uppi um að þeir hafi tapað viljandi til að velja sér andstæðing í úrslitakeppninni og þá hafa vaknað grunsemdir um að veðmálasvindl hafi átt sér stað.

Hér að neðan má sjá tilkynninguna frá Gunnari:

Varðandi úrslit kvöldsins hjá Árborg þá ætla ég að svara eftirfarandi spurningum fyrirfram:

1. Árborg var ekki að veðja á leikinn.

2. Árborg ætlaði ekki að tapa leiknum til að velja sér andstæðing í úrslitakeppninni.

3. Árborg reyndi allt sitt besta til að vinna en því miður gekk það ekki.

Að þessu sögðu þá er öllum frjálst að henda í öll komment, alla brandara og hvað annað sem ykkur dettur í hug. Við eigum það allt skilið.

Þrátt fyrir þetta þá vonumst við til að fá ykkar stuðning í úrslitakeppninni, því í sumar höfum við sýnt að við eigum séns á að vinna stóru leikina þó við töpum alltaf á móti þeim litlu.

Takk fyrir og bless
ÁRBORG ALLT!

Athugasemdir
banner
banner
banner