Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 25. september 2013 13:01
Magnús Már Einarsson
Haukur Páll til reynslu hjá Stabæk: Hugurinn stefnir út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Vals, stefnir á atvinnumennsku en hann mun snemma í næsta mánuði fara til norska félagsins Stabæk til æfinga. Haukur verður til reynslu í sex daga en hann verður samningslaus hjá Val eftir tímabilið.

„Hugurinn stefnir klárlega út. Maður er kominn á þann aldur að það er að verða síðasti séns. Ég mun reyna að gera mitt besta þarna úti," sagði Haukur við Fótbolta.net nú rétt áðan.

Haukur er einn öflugasti leikmaður Pepsi-deildarinnar og var valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætti Sviss og Kýpur á dögunum.

Hann er fæddur 1987 og er því á 26. aldursári. Hann er uppalinn hjá Þrótti en hefur leikið fyrir Val síðan 2010.

Haukur hefur spilað í Noregi en 2009 fór hann á láni til Alta.
Athugasemdir
banner
banner
banner