Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. september 2016 12:01
Arnar Geir Halldórsson
Danmörk: Frábær vika að baki hjá Hallgrími
Hallgrímur í leik gegn Bröndby í vikunni
Hallgrímur í leik gegn Bröndby í vikunni
Mynd: Getty Images
Viborg 0-1 Lyngby
0-1 Jeppe Kjær (´43)

Það er óhætt að segja að Hallgrímur Jónasson fari frábærlega af stað með nýja félaginu sínu, Lyngby sem eru nýliðar í dönsku úrvalsdeildinni.

Hallgrímur gekk til liðs við nýliðana í sumar en hann missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla og er nýkominn af stað.

Hann var í fyrsta skipti í byrjunarliði síðastliðinn mánudag þegar Lyngby vann 1-0 sigur á AaB. Hallgrímur hóf svo leik á bekknum gegn Bröndby á fimmtudag en kom inná og hjálpaði liðinu að innbyrða annan 1-0 sigur.

Hallgrímur var svo í byrjunarliði Lyngby í dag þegar liðið heimsótti Viborg. Úrslitin urðu þau nákvæmlega sömu og í síðustu tveim leikjum því Jeppe Kjær skoraði eina mark leiksins skömmu fyrir leikhlé og tryggði Lyngby þriðja 1-0 sigurinn á innan við viku.

Lyngby er þar með komið upp í sjötta sæti deildarinnar með sautján stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner