sun 25. september 2016 13:56
Arnar Geir Halldórsson
Danmörk: Lærisveinum Óla Kristjans kippt harkalega niður á jörðina
Stórtap í dag
Stórtap í dag
Mynd: Getty Images
Randers 0-4 SönderjyskE
0-1 Marc Dal Hende (´22)
0-2 Nicolaj Madsen (´43)
0-3 Marc Pedersen (´66)
0-4 Kees Luijckx (´83)
Rautt spjald: Nicolai Poulsen, Randers (´34)

Óvænt úrslit litu dagsins ljós í danska boltanum í dag þegar lærisveinar Ólafs Kristjánssonar fengu SönderjyskE í heimsókn en Randers var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn á meðan gestirnir voru í því tíunda.

Hannes Þór Halldórsson stóð venju samkvæmt í marki Randers sem hafa verið afar góðir varnarlega á tímabilinu.

Því var hinsvegar ekki að heilsa í dag því gestirnir í SönderjyskE rúlluðu yfir Randers en heimamenn léku manni færri stóran hluta leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner