Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 25. september 2016 14:50
Arnar Geir Halldórsson
Diego Alves mesti vítabani í sögu La Liga
Vítabani
Vítabani
Mynd: Getty Images
Leganes 1 - 2 Valencia
1-0 Alexander Szymanowski ('21 )
1-1 Nani ('34 )
1-2 Mario Suarez ('52 )
1-2 Alexander Szymanowski ('62 , Misnotað víti)

Nýtt met féll í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar Valencia vann sigur á nýliðum Leganes í fyrsta leik dagsins.

Diego Alves, markvörður Valencia, gerði sér nefnilega lítið fyrir og varði vítaspyrnu Alexander Szymanowski eftir rúmlega klukkutíma leik.

Þetta var sautjánda vítaspyrnan sem Alves ver á níu ára ferli sínum í La Liga en áður hann gekk í raðir Valencia lék hann með Almeria.

Á þeim tíma hefur hann 35 sinnum þurft að verjast vítaspyrnu og tekist það í sautján skipti. Gamla metið átti spænska goðsögnin Andoni Zubizarreta sem varði sextán vítaspyrnur á sínum ferli í La Liga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner