Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 25. september 2016 17:22
Ármann Örn Guðbjörnsson
Ejub: Þetta var bara hreint mark
Mynd: Þorsteinn Ólafs
Víkingarnir hans Ejubs fengu KR í heimsókn í dag í næstsíðustu umferð Pepsi deildar karla. Víkingar töpuðu naumt og eru enn að berjast fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu. Eins og oft hefur komið fram áður þá var dæmt mark af Víkingum í seinni hálfleik sem hefði getað bjargað miklu í þessari fallbaráttu.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 -  1 KR

Rétt áður en við náðum tali á Ejub þá fékk hann að sjá myndbandsupptöku af þessu umdeilda atviki og því lá vel við að spyrja hann bara strax út í þetta

„Já þetta var bara mark. Ég vildi ekkert tjá mig um þetta áðan en eftir að hafa séð þetta þá get ég sagt að þetta var bara hreint mark. En ég ætla bara að leyfa öðrum að dæma um það"

Fylkir og Þróttur sitja í fallsætunum og hefði Fylkir jafnað Víking að stigum með sigri en Þróttur náði að jafna leikinn og tryggja sér stig. Ejub var hins vegar ekkert að pæla í þeim leik fyrr en eftir að sinn væri búinn

„Ég spurði bara þegar okkar leikur var búinn hvernig leikurinn hjá þeim hefði farið."

Ejub var mjög ánægður með spilamensku síns liðs í dag

„Við spiluðum mjög vel fram að þessu marki hjá þeim, þá datt þetta aðeins niður hjá okkur en síðari hálfleikurinn var eiginlega allur bara mjög góður. 21 stig getur oft dugað og hefur alveg gert það en í dag var ég bara að pæla í mínum leik. Við verðum bara að fara í þennan leik á móti Stjörnunni og gefa allt sem við eigum. Eftir það sjáum við hvort þessi stig dugi eða ekki"
Athugasemdir
banner
banner