Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 25. september 2016 16:57
Arnar Geir Halldórsson
England: Vandræði West Ham halda áfram
Saga West Ham á þessari leiktíð
Saga West Ham á þessari leiktíð
Mynd: Getty Images
West Ham 0 - 3 Southampton
0-1 Charlie Austin ('40 )
0-2 Dusan Tadic ('62 )
0-3 James Ward-Prowse (´90)

Það gengur hvorki né rekur hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði sínum fimmta leik í dag þegar Southampton kom í heimsókn á Ólympíuleikvanginn í Lundúnum.

Charlie Austin hefur verið heitur að undanförnu og hann kom Southampton í 1-0 á 40.mínútu. Dýrlingarnir héldu áfram að sækja og voru miklu betri aðilinn í leiknum og það skilaði sér í öðru marki eftir klukkutíma leik þegar Dusan Tadic skoraði eftir sendingu frá Austin.

West Ham vildi fá vítaspyrnu stuttu síðar þegar boltinn fór greinilega í hönd Ryan Bertrand innan vítateigs en dómari leiksins sá ekkert athugavert við það.

Niðurlægingin var svo fullkomnuð fyrir heimamenn þegar James Ward-Prowse gulltryggði sigur gestanna með marki í uppbótartíma.

West Ham er því enn í fallsæti en Southampton heldur áfram á góðu skriði og er nú komið upp í níunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner