Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 25. september 2016 19:28
Elvar Geir Magnússon
HK-ingar pissuðu á Blikafána - HK biðst afsökunar
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Mynd: Getty Images
„Stjórn knattspyrnudeildar HK biður alla Blika innilega afsökunar á þessu atviki," segir í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu HK en hún varðar frétt sem 433.is birti í morgun.

Fréttin fjallaði um að pissað hafi verið yfir Breiðabliksfána á lokahófi HK sem fram fór í Kópavoginum í gær.

„Atvik þetta er bæði fordæmt og harmað af hálfu knattspyrnudeildar HK og félagsins alls. Framkoma af þessum toga er hvorki sæmandi né í samræmi við góðan anda og gott samstarf félaganna tveggja. Ekki er ljóst hverjir stóðu að þessu athæfi en stjórn knattspyrnudeildar HK hefur í hyggju að bregðast við þessu með því að ítreka við félagsmenn sína og iðkendur að siðareglur félagsins skuli hafðar í heiðri öllum stundum og að framkoma af þessum toga muni ekki vera liðin," segir í yfirlýsingunni.

Þá er sagt að HK-ingar hafi þvegið umræddan fána og búið sé að draga hann að húni á ný.

HK lauk tímabili sínu í gær með 2-7 tapi gegn Leikni Fáskrúðsfirði eins og mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. HK hafnaði í níunda sæti Inkasso-deildarinnar.

Frétt 433 var mikið til umræðu á samskiptamiðlum í dag en hér má sjá brot af því sem sagt var á Twitter.















Athugasemdir
banner
banner