sun 25. september 2016 08:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ian Wright: Yaya ætti að segja umboðsmanninum að þegja
Yaya Toure er útí kuldanum hjá City.
Yaya Toure er útí kuldanum hjá City.
Mynd: Getty Images
Fyrrum framherji Arsenal og sparkspekingur BBC, Ian Wright, segir Yaya Toure, miðjumann Manchester City eigi að segja umboðsmanni sínum, Dimitri Seluk að þegja.

Mikil sápuópera hefur myndast á milli Seluk og Pep Guardiola, þjálfara City vegna meðferðar þess síðarnefnda á Yaya Toure, skjólstæðing Seluk og hafa þeir verið duglegir að skjóta á hvorn annan í pressunni.

Guardiola er búinn að fá sig fullsaddann á Seluk og hefur sagt að hann og Toure, þurfi að biðja City afsökunar, áður en hann íhugar að nota Toure, inni á vellinum. Seluk heldur hins vegar áfram að tala illa um Guardiola, frekar en að biðjast afsökunar.

„Þetta er fáranleg hegðun. Toure ætti að segja honum að þegja þar sem hann er ekki að gera honum neitt gott með þessum kjaft," sagði Wright.
Athugasemdir
banner
banner