Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 25. september 2016 05:55
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ísland í dag - Evrópusæti og fallbarátta í aðalhlutverki
Eyjólfur Héðinsson og félagar í Stjörnunni eru að berjast um Evrópusæti
Eyjólfur Héðinsson og félagar í Stjörnunni eru að berjast um Evrópusæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heil umferð verður spiluð í Pepsi-deildinni í dag og hefjast allir leikirnir á sama tíma eða kl 14:00.

FH er orðið Íslandsmeistari en næg spenna er um Evrópusæti og á botni deildarinnar.

Víkingur Ó. og KR mætast en liðin þurfa bæði á stigunum að halda af mismunandi ástæðum. Víkingar eru í mikilli botnbaráttu á meðan KR-ingar eru að berjast um Evrópusæti.

Fylkir og Þróttur mætast í leik upp á líf og dauða hjá Fylki sem verður að vinna lið eins og Þrótt, ætli þeir sér að halda sæti sínu í deildinni. ÍBV fær Val í heimsókn en Eyjamenn eru í mikilli baráttu við botninn.

Fjölnir og Stjarnan mætast í hrikalega mikilvægum leik en bæði lið eru í mikilli og spennandi Evrópubaráttu. ÍA fær Breiðablik í heimsókn á Skagann en Breiðablik er í baráttu um Evrópusætið mikilvæga.

14:00 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
14:00 Víkingur Ó.-KR (Ólafsvíkurvöllur) (Stöð 2 Sport 3)
14:00 Fylkir-Þróttur R. (Floridana völlurinn) (Stöð 2 Sport 2)
14:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur)
14:00 Fjölnir-Stjarnan (Extra völlurinn) (Stöð 2 Sport)
14:00 ÍA-Breiðablik (Norðurálsvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner