Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 25. september 2016 19:00
Magnús Már Einarsson
Kristijan Jajalo áfram í marki Grindvíkinga næsta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Kristijan Jajalo hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík. Hann verður því með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar.

„Ég er mjög ánægður með að geta greint frá því að ég hef gert nýjan tveggja ára samning við félag mitt #umfgrindavík. Þakkir til allra leikmanna, þjálfara og stjórnarinnar," sagði Jajalo á Instagram.

Kristijan er 23 ára gamall en hann er frá Bosníu-Hersegóvínu.

Hann kom til Grindvíkinga í júlí og hjálpaði liðinu að komast upp úr Inkasso-deildinni.

Maciej Majewski, markvörður Grindvíkinga, sleit hásin fyrir tímabilið og þá kom Anton Ari Einarsson til félagsins á lani frá Val.

Anton Ari var kallaður til baka í Val í byrjun móts og þá kom Hlynur Örn Hlöðversson á láni frá Breiðabliki. Kristijan tók stöðu hans síðan í júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner