Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   sun 25. september 2016 16:37
Elvar Geir Magnússon
Milos: Værum Íslandsmeistarar ef við myndum bara spila hér
Viðtöl: Tómas Meyer
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann Íslandsmeistara FH 1-0 í næst síðustu umferð Pepsi-deildarinnar í dag. Víkingar höfðu bara að keppa upp á stoltið og FH-ingar voru krýndir Íslandsmeistarar á dögunum. Vægi leiksins var því ekki mikið.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

„Færanýting okkar var ekki góð í dag en það er kannski þeirra markverði að þakka. Okkar markvörður var líka frábær í dag. Hann sýnir að hann getur meira en hann hefur sýnt gegn liðum sem eru fyrir neðan okkur. Það eru góð merki um að hann getur meira," segir Milos Milojevic, þjálfari Víkinga.

Milos segist ekki sáttur við uppskeru sumarsins, stigasöfnunin hefði mátt ganga betur. Hann er þó ánægður með hve mikið heimavöllurinn hefur gefið. Víkingar hafa sótt 23 stig af 29 stigum sínum á heimavelli og eru með besta heimavallarárangur deildarinnar.

„Ef við hefðum bara spilað í Víkinni værum við Íslandsmeistarar, því miður er það ekki í boði," segir Milos léttur en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.

Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkinga, var maður leiksins. Viðtal við hann má sjá hér að neðan en við biðjumst velvirðingar á hljóðtruflunum.

„Það var nóg að gera hjá báðum markvörðum," segir Róbert sem er ekki sáttur við uppskeru Víkinga í sumar. „Ég er metnaðarfullur og vill meira en að sigla lygnan sjó."


Athugasemdir
banner
banner
banner