Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. september 2016 08:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mynd: Ronaldo allt annað en sáttur við að vera tekinn útaf
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, tók Cristiano Ronaldo af velli gegn Las Palmas í gærkvöldi. Staðan var 2-1 þegar Ronaldo fór af velli en Las Palmas tókst að jafna leikinn undir lokin og tryggja sér 2-2 jafntefli.

Ronaldo átti ekki alveg sinn besta leik og ákvað Zidane að taka hann af velli en Real Madrid mætir Dortmund í Meistaradeildinni í vikunni og var Frakkinn eflaust með þann leik í huga.

Portúgalinn var allt annað en sáttur við að vera tekinn af velli og sást blanda af furðu og reiðissvip á honum ásamt því að hann horfði ekki í augun á Zidane er hann labbaði framhjá honum á leið sinni af vellinum.

Hér að neðan má sjá svipinn á Ronaldo á bekknum í gær en eins og sjá má, var hann ekki í að deyja úr kátínu.



Athugasemdir
banner
banner