sun 25. september 2016 23:12
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Veðmálasvindl hjá U16 ára landsliðum?
Mynd: Getty Images
Asíumót landsliða skipuð leikmönnum 16 ára og yngri er í gangi á Indlandi og lenti Norður-Kórea með Úsbekístan í riðli.

Liðin höfðu bæði sigrað gegn Yemen og Taílandi og kepptu úrslitaleik um toppsæti riðilsins á föstudaginn.

Staðan var markalaus þegar Jasurbek Umrzakov, markvörður Úsbeka, skoraði beint úr útsparki. Atvikið náðist á myndband og hefur það verið skoðað næstum því 3 milljón sinnum á Youtube.

Úsbekistan vann leikinn 3-1 en bæði lið fara áfram í 8-liða úrslitin, þar sem Norður-Kórea mætir Óman og Úsbekar spila við Írak.

Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan og er mikill fnykur af veðmálasvindli, nema að markvörður Norður-Kóreu hafi einfaldlega gert ein fáránlegustu mistök sem nokkur maður hefur gert í sögu fótboltans.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner