sun 25. september 2016 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Noble: Getum varla orðið lélegri en þetta
Mynd: Getty Images
Mark Noble er langt frá því að vera sáttur eftir enn eitt tap West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Hamrarnir fengu Southampton í heimsókn og töpuðu með þriggja marka mun, en heimamenn áttu aðeins eitt skot á markið í leiknum.

„Mér fannst við byrja þokkalega vel en svo lentum við undir og eftir það urðum við bara verri og verri. Við hefðum getað tapað þessum leik með sex marka mun ef ekki fyrir Adrian sem stóð sig frábærlega í markinu. Það eina jákvæða er að við getum varla orðið lélegri en þetta," sagði fyrirliðinn.

„Við hefðum getað haldið áfram að spila til kvölds án þess að skora mark. Við erum búnir að fá ellefu mörk á okkur í þremur leikjum sem er skelfilegt, stemningin er ekki nægilega góð eftir svona slæmt gengi.

„Ég hef oft áður lent í svona stöðu á tíma mínum hjá West Ham og við megum ekki byrja að kenna hvorum öðrum um. Við þurfum allir að leggja meira á okkur. Sem betur fer er nóg eftir af tímabilinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner