sun 25. september 2016 22:49
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Álasund vann þriðja í röð - Steinþór í umspilsbaráttu
Aron Elís var í byrjunarliði Álasunds gegn Vålerenga.
Aron Elís var í byrjunarliði Álasunds gegn Vålerenga.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Íslendingarnir í Álasundi höfðu betur gegn Vålerenga í norska boltanum í dag.

Adam Örn Arnarson og Aron Elís Þrándarson voru báðir í byrjunarliði Álasunds og þá kom Daníel Grétarsson inná á lokamínútunum.

Þetta var þriðji sigur Álasunds í röð og er liðið komið fimm stigum frá fallsæti efstu deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir.

Guðmundur Kristjánsson spilaði síðari hálfleikinn í fyrsta sigri Start á tímabilinu, en liðið er með 12 stig eftir 25 leiki.

Aron Sigurðarson fékk síðustu 20 mínúturnar með Tromsö í tapi gegn Brann og þá töpuðu lærisveinar Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar í Lilleström á heimavelli gegn Sogndal.

Í B-deildinni var Steinþór Þorsteinsson í byrjunarliði Sandnes Ulf sem vann 3-0 og er nánast búið að tryggja sig í umspilið um að komast upp, en liðið er aðeins fjórum stigum frá 2. sæti sem gefur sæti í efstu deild.

Lilleström 1 - 2 Sogndal
0-1 G. Koomson ('65)
1-1 I. Matthew ('68)
1-2 O. A. Sveen ('72)
Rautt spjald: F. Kippe, Lilleström ('64)

Start 1 - 0 Haugesund
1-0 L. Sigurdsen ('84)

Vålerenga 0 - 1 Ålesund
0-1 M. Abdellaoue ('1)

Brann 1 - 0 Tromsö
1-0 D. Vega ('28)

Sandnes 3 - 0 Raufoss
1-0 H. Breimyr ('7)
2-0 P. Engblom ('15)
3-0 P. Engblom ('46)
Athugasemdir
banner
banner
banner