Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. september 2016 12:35
Arnar Geir Halldórsson
Sandor Matus búinn að leggja hanskana á hilluna
Hættur
Hættur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Sandor Matus hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir þrettán ára feril í íslenska boltanum.

Sandor fékk heiðursskiptingu eftir klukkutíma leik Þórs og KA í gær en það er vel við hæfi að leikur þessara liða hafi verið síðasti leikur Sandor á ferlinum því hann lék fyrir bæði þessi lið við góðan orðstír.

Þessi 39 ára gamli Ungverji kom til Íslands árið 2004 til að leika með KA. Hann spilaði með KA til ársins 2014 þegar hann gekk í raðir erkifjendanna í Þór.

Alls hefur Sandor leikið 294 leiki í deild og bikar hér á landi en hann lék tvö tímabil í efstu deild, með KA 2004 og Þór 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner