Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 25. september 2016 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Villarreal heldur í við toppliðin
Pato, Nani og Sisto á skotskónum
Pato skoraði fyrsta mark Villarreal í dag.
Pato skoraði fyrsta mark Villarreal í dag.
Mynd: Getty Images
Leikjum dagsins í spænska boltanum er lokið. Villarreal, Valencia og Celta Vigo unnu sína leiki.

Brasilíski sóknarmaðurinn Alexandre Pato skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri Villarreal á Osasuna. Villarreal heldur í við toppliðin með sigrinum og er með 12 stig eftir 6 umferðir.

Valencia vann annan leikinn sinn í röð þegar liðið heimsótti nýliða Leganes. Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik en Nani jafnaði áður en Mario Suarez gerði sigurmarkið snemma í síðari hálfleik.

Giuseppe Rossi og Pione Sisto gerðu þá mörk Celta Vigo sem rétt marði Espanyol í uppbótartíma. Rossi kom inn af bekknum og skoraði fyrra markið, en Sisto, sem braust í sviðsljósið með Midtjylland í Evrópudeildinni, spilaði allan leikinn.

Villarreal 3 - 1 Osasuna
1-0 Alexandre Pato ('5)
2-0 Bruno ('24, víti)
3-0 Nicola Sansone ('39)
3-1 R. Torres ('45)

Leganes 1 - 2 Valencia
1-0 A. Szymanowski ('21)
1-1 Nani ('34)
1-2 Mario Suarez ('52)

Espanyol 0 - 2 Celta Vigo
0-1 Giuseppe Rossi ('91)
0-2 Pione Sisto ('93)
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 20 12 4 4 39 18 +21 40
2 FK Krasnodar 20 11 6 3 30 17 +13 39
3 Dinamo 20 10 8 2 33 23 +10 38
4 CSKA 20 8 8 4 34 25 +9 32
5 Lokomotiv 20 8 8 4 32 27 +5 32
6 Spartak 20 9 4 7 27 26 +1 31
7 Kr. Sovetov 20 8 5 7 36 31 +5 29
8 Rubin 20 8 5 7 18 23 -5 29
9 Nizhnyi Novgorod 20 8 4 8 17 17 0 28
10 Rostov 20 7 6 7 28 30 -2 27
11 Fakel 20 6 7 7 18 20 -2 25
12 Akhmat Groznyi 20 5 5 10 19 25 -6 20
13 Orenburg 20 4 7 9 21 29 -8 19
14 Ural 20 5 4 11 19 33 -14 19
15 Baltica 20 3 5 12 12 25 -13 14
16 Sochi 20 3 4 13 19 33 -14 13
Athugasemdir
banner
banner
banner