Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. september 2016 23:38
Ívan Guðjón Baldursson
Ter Stegen og Ronaldo búnir að leika á jafn marga
Mynd: Getty Images
Tímabilið hefur ekki farið sérlega vel af stað hjá Cristiano Ronaldo og var honum skipt útaf í 2-2 jafntefli gegn Las Palmas um helgina.

Ronaldo hefur verið að glíma við meiðsli og veikindi og ákvað Zinedine Zidane að taka hann af velli þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum til að hvíla hann fyrir stórleikinn gegn Borussia Dortmund á þriðjudaginn.

Ronaldo er búinn að spila 228 mínútur í spænsku deildinni á tímabilinu og skora eitt mark, en sú tölfræði sem kemur meira á óvart er að Portúgalinn er aðeins búinn að leika á einn leikmann í þessum þremur leikjum.

Til samanburðar er Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, búinn að leika á einn andstæðing á þeim 360 mínútum sem hann hefur spilað hingað til.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner