Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 25. september 2016 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham notaði upptöku til að bæta stemninguna á vellinum
Stór hluti stuðningsmanna West Ham byrjaði að labba út þegar stundarfjórðungur var eftir.
Stór hluti stuðningsmanna West Ham byrjaði að labba út þegar stundarfjórðungur var eftir.
Mynd: Getty Images
West Ham spilaði skelfilega og tapaði fyrir Southampton í eina leik dagsins í ensku Úrvalsdeildinni.

Hamrarnir töpuðu 3-0 á Ólympíuleikvanginum og voru stuðningsmenn félagsins það ósáttir að þeir gengu margir hverjir út þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Mikið hefur verið rætt um muninn á stemningunni sem var á Upton Park, fyrrverandi heimavelli West Ham, annars vegar og stemningunni sem er á Ólympíuleikvanginum hins vegar.

Það vantaði eitthvað uppá stemninguna á pöllunum í dag þannig að Hamrarnir ákváðu að spila hljóðupptöku af vallarstemningu í hátalarakerfinu í miðjum leik.

Áhorfendum var ansi brugðið við þetta athæfi sem hefur gert félagið að enn meira athlægi á samskiptamiðlum eftir hrikalega byrjun á tímabilinu.

Jon Champion og Jim Beglin, sem eru meðal virtustu lýsenda Bretlands, gagnrýndu notkun á upptökum í beinni útsendingu frá leiknum.












Athugasemdir
banner
banner
banner
banner