Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 25. október 2014 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar Bjarnason í Víking (Staðfest)
Andri Rúnar í Víkingsbúningnum með Milosi Miljovevic þjálfara meistaraflokks og Heimi Gunnlaugssyni formanni meistaraflokksráðs.
Andri Rúnar í Víkingsbúningnum með Milosi Miljovevic þjálfara meistaraflokks og Heimi Gunnlaugssyni formanni meistaraflokksráðs.
Mynd: Víkingur
Víkingar halda áfram að styrkja framlínu sína fyrir áframhaldandi baráttu í Pepsi-deild karla en í dag fékk félagið til liðs við sig framherjann Andra Rúnar Bjarnason frá BÍ/Bolungarvík.

Víkingur hafði áður fengið Hallgrím Mar Steingrímsson frá KA en félagið hefur misst sinn besta mann, Aron Elís Þrándarson, í atvinnumennsku.

Andri Rúnar Bjarnason skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga.

Hann er framherji sem skoraði 7 mörk í 17 leikjum í 1. deildinni í sumar. Hann hefur á ferli sínum með BÍ/Bolungarvík skorað 72 mörk í 164 leikjum undanfarin 9 ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner