Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. október 2014 10:57
Elvar Geir Magnússon
Ástarbölvun á þýska landsliðinu?
Mynd: Bild
Þýskir fjölmiðlar fjalla mikið um einkalíf leikmanna landsliðsins þessa dagana og er jafnvel farið að tala um að ástarbölvun ríki á liðinu.

Manuel Neuer, af flestum talinn besti markvörður heims, er hættur með Kathrin Gilch og er það umfjöllunarefni margra þýskra fjölmiðla.

Ástarmál fleiri landsliðsmanna eru í veseni en Mesut Özil hætti nýlega með sinni konu.

Ólíkt Özil er Neuer þó ekki sakaður um framhjáhald eða slíkt en satt er að neistinn milli hans og Kathrin hafi einfaldlega slokknað.
Athugasemdir
banner
banner
banner