Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 25. október 2014 16:13
Þórður Vilberg Guðmundsson
England: Arsenal sigraði Sunderland - Jafnt hjá Liverpool
Sanchez skoraði tvö í dag
Sanchez skoraði tvö í dag
Mynd: Getty Images
Þá er þeim fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem hófust kl. 14 lokið.

Liverpool tókst gerði aðeins jafntefli við Hull á Anfield þar sem heimamenn sóttu mun meira en tókst ekki að koma boltanum í mark Hull. Mario Balotelli lék allan leikinn en honum brást bogalistin úr dauðafæri í blálokin.

Alexis Sanchez skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og tryggði skyttunum góðan útisgiur á Sunderland.

Southampton heldur upptekknum hætti og náðu sér í þrjú góð stig á heimavelli gegn Stoke. Sadio Mane skoraði sigurmarkið í fyrrihálfleik.

WBA lenti í vandræðum gegn Crystal Palace. Palce komst í tvö núll í fyrrihálfleik með mörkum frá Brede Hangeland og Mile Jedinak. WBA kom tilbaka í seinni halfleik og tókst að jafna metinn. Victor Anicheb minnkaði muninn á 51. mínútu og það var svo Saido Berahino sem tryggði heimamönnum eitt stig með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Liverpool 0 - 0 Hull City

Southampton 1 - 0 Stoke City
1-0 Sadio Mane ('33 )

Sunderland 0 - 2 Arsenal
0-1 Alexis Sanchez ('30 )
0-2 Alexis Sanchez ('90 )

West Brom 2 - 2 Crystal Palace
0-1 Brede Hangeland ('16 )
0-2 Mile Jedinak ('45 , víti)
1-2 Victor Anichebe ('51 )
2-2 Saido Berahino ('90 , víti)




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner