Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. október 2014 18:22
Grímur Már Þórólfsson
England: Gylfi fór meiddur útaf í sigri á Leicester
Gylfi og Bony fagna marki hins síðarnefnda í dag
Gylfi og Bony fagna marki hins síðarnefnda í dag
Mynd: Getty Images
Swansea 2 - 0 Leicester City
1-0 Wilfried Bony ('34 )
2-0 Wilfried Bony ('57 )

Swansea og Leicester City mættust í dag. Okkar maður Gylfi Þór Sigurðsson var að sjálfsögðu í byrjunarliði Swansea.

Hann stimplaði sig svo inn á 34. mínútu þegar hann lagði upp mark á Wilfried Bony. Staðan í hálfleik því 1-0 fyrir Swansea.

Á 57. mínútu skoraði Bony svo aftur, þá eftir stoðsendingu frá Jefferson Montero. Vængmaðurinn var í byrjunarliði Swansea í dag en hann kemur vanalega inn af bekknum.

Einungis mínútu síðar, fór Gylfi meiddur útaf og inná fyrir hann kom Thomas Carroll. Gífurlega slæmar fréttir fyrir íslenska landsliðið ef meiðslin gera það að verkum að hann missi af landsleik okkar við Tékka þann 16. nóvember.

Fleiri urðu mörkin ekki og því endaði leikurinn með 2-0 sigri Swansea. Með sigrinum fer Swansea upp í 14 stig og þeir því komnir með jafn mörg stig og Arsenal og Liverpool og fara þeir upp í 6. sætið, upp fyrir Liverpool á markatölu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner