Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. október 2014 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Gerard Pique: Bað Suarez um að sleppa því að bíta mig
Gerard Pique
Gerard Pique
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, leikmaður Barcelona á Spáni, grínaðist í úrúgvæska framherjanum, Luis Suarez, á æfingu Börsunga í vikunni en þeir koma báðir til með að spila gegn Real Madrid í El Clasico í dag.

Suarez gekk til liðs við Barcelona frá Liverpool fyrir 95 milljónir evra í sumar en hann spilar sinn fyrsta leik fyrir liðið í dag eftir að hafa tekið út fjögurra mánaða bann fyrir að bíta Giorgio Chiellini, varnarmann ítalska landsliðsins.

Pique grínaðist aðeins í Suarez á æfingu í vikunni en hann bað hann vinsamlegast ekki um að bíta sig.

,,Þegar við vorum að berjast um boltann á æfingu þar sem ég þurfti að verjast fyrirgjöfum og hann var að sækja þá grínaðist ég aðeins í honum og sagði honum að sleppa því að bíta mig," sagði Pique.

,,Hann brosti bara til mín. Luis veit það vel að það er ekki rétt að bíta í fótbolta. Þetta gerðist og hann baðst afsökunar á þessu," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner