lau 25. október 2014 20:30
Grímur Már Þórólfsson
Heimild: BBC 
Redknapp: Ágreiningurinn við Taarabt búinn
Adel Taarabt
Adel Taarabt
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp
Harry Redknapp
Mynd: Getty Images
Harry Redknapp, þjálfari QPR, segir ágreining sinn við Adel Taarabt búinn og félagið hafi núna haldið áfram.

Redknapp gagnrýndi form leikmannsins eftir 3-2 tapip gegn Liverpool, en leikmaðurinn átti að vera í mikilli yfirþyngd.

Taarabt neitaði þessu svo við í viðtali við Daily Mail og gagnrýndi Redknapp fyrir aðferðir sínar.

Redknapp segist núna vera í liði með Taarabt og sé gífurlega ánægður með að leikmaðurinn sé kominn tilbaka.

Kemur þetta í kjölfarið á því að Tony Fernandes, eigandi QPR, hafði beðist afsökunar á þessari vandræðalegu deilu.

Fernandes sagði að báðum aðilum hefði verið tjáð að þessi deila væri vonbrigði fyrir félagið.

Á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Aston Villa á mánudaginn var hljóðið öðruvísi í Harry Redknapp.

„Ég hef lent í verri deilum en þessari við Adel Taarabt. Ég elska hæfileika hans og getu. Ég vill bara fá hann aftur í liðið.“

„Hann æfði í morgun og vonandi komum við honum í form eins fljótt og hægt er. Um leið og hann er kominn í form, mun hann koma inn í liðið. Hann hefur frábæra hæfileika og við þurfum á honum að halda,“
sagði Redknapp.

Redknapp sagði einnig að að samband hans við Tony Fernandes væri eins sterkt og alltaf.

QPR er eins og er á botninum í ensku úrvalsdeildinni og hafa einungis unnið einn leik fyrir leik liðsins gegn Aston Villa á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner