Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. október 2014 21:30
Grímur Már Þórólfsson
Heimild: dailymirror 
Scholes: Jones og Rojo geta myndað frábært par
Marcos Rojo
Marcos Rojo
Mynd: Getty Images
Phil Jones
Phil Jones
Mynd: Getty Images
Paul Scholes segir að leikurinn gegn Chelsea geti orðið byrjunin á öflugu samstarfi þeirra Marcos Rojo og Phil Jones.

Liðið hefur átt í vandræðum með að halda hreinu þetta tímabilið en Scholes hefur trú á samstarfi þeirra Jones og Rojo í vörninni.

Þeir voru í fyrsta skipti saman í vörninni gegn WBA síðasta mánudag en sá leikur endaði með svekkjandi jafntefli, en WBA skoraði tvö mörk úr einungis tveimur sóknum í leiknum.

Scholes hefur samt trú á því að þeir geti myndað gott varnarpar.

„Ég hef trú á því að Marcos Rojo og Phil Jones geti myndað gott varnarteymi saman og að leikurinn gegn Chelsea á morgun verði prófið sem muni leiða það í ljós.“

„Það þarf bara annan af þeim til að stíga fram sem leiðtogi í vörninni. United mun alltaf hafa einn slíkan hafcent.“

„Á ferli mínum spilaði ég með Steve Bruce, Jaap Stam, Ronny Johnsen, Rio Ferdinand og Nemanja Vidic. Allir höfðu gæði og persónuleika til að leiða liðið áfram.“

„Jones hefur þessa hráu hæfileika. Núna þarf að hann sýna að hann sé þessi karakter sem fólk vill að hann sé.“

„Rojo getur gert það sama. Hann er með góðar sendingar og hefur spilað úrsleik HM, sem vinstri bakvörður þó. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það að hann geti litið í kringum í sig í búningsklefanum og sagt öðrum hvað honum finnst.“

United fær Chelsea í heimsókn á morgun en leikurinn hefst kl 16.00.
Athugasemdir
banner
banner