Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. október 2014 17:48
Grímur Már Þórólfsson
Spánn: Real kom tilbaka og sigraði í El Clasico
Messi og Neymar fagna marki hins síðarnefnda
Messi og Neymar fagna marki hins síðarnefnda
Mynd: Getty Images
Benzema og Ronaldo fagna marki Benzema í dag
Benzema og Ronaldo fagna marki Benzema í dag
Mynd: Getty Images
Real Madrid 3 - 1 Barcelona
0-1 Neymar ('4 )
1-1 Cristiano Ronaldo ('35 , víti)
2-1 Pepe ('50 )
3-1 Karim Benzema ('60 )

Real Madrid og Barcelona mættust í El Clasico í dag. Leikurinn var merkilegur fyrir margar sakir. Þetta var dýrasti fótboltaleikur frá upphafi, eða þar er að segja lið hafa aldrei spilað á jafn dýrum liðum gegn hvoru öðru áður. Þá var Luis Suarez að spila sinn fyrsta leik fyrir Barcelona. Þá höfðu Barcelona ekki enn fengið mark á sig í deildinni á tímabilinu þegar að þessum leik kom.

Leikurinn byrjaði ótrúlega og Suarez stimplaði sig strax inn með því að leggja upp mark á Neymar eftir einungis fjórar mínútur.

Real komu því tilbaka því á 35. mínútu fengu þeir vítaspyrnu eftir að Gerard Pique hafði handleikið knöttinn í teignum. Það var að sjálfsögðu Christiano Ronaldo sem fór á punktinn og skoraði úr henni.

Í síðari hálfleik fengu heimamenn svo hornspyrnu á 50. mínútu. Þar var það varnarbuffið Pepe sem hoppaði hæstur manna og stangaði knöttinn í netið. Heimamenn því komnir yfir.

Á 60. mínútu geystust Real Madrid í skyndisókn. Hún endaði með marki eftir frábæran samleik þeirra Isco, Ronaldo og James Rodriguez og það var svo Karim Benzema sem batt endahnútinn á frábæra sókn.

Suarez var svo tekinn útaf á 69. mínútu og inná fyrir hann kom Pedro. Einungis þremur mínútum síðar fó Iniesta svo meiddur útaf og inná fyrir hann Sergi Roberto.

Barcelona voru töluvert meira með boltann í leiknum en áttu erfitt með að brjóta vörn Real Madrid niður. Real Madrid átti þó töluvert fleiri marktilraunir og skyndisóknir þeirra voru gríðarlega hættulegar. Real Madrid fara því upp í 21 stig, stigi á eftir Barcelona.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner