lau 25. október 2014 22:04
Grímur Már Þórólfsson
Spánn: Sociedad missti sigur niður í jafntefli
Alfreð lék allan leikinn í dag.
Alfreð lék allan leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikir dagsins í spænsku La Liga var að ljúka. Báðir enduðu þeir með 1-1 jafntefli.

Real Sociedad sótti Cordoba heim. Gestirnir komust yfir á 22. mínútu með marki varnarmannsins Inigo Martinez. Þeir virtust vera að sigla þremur stigum heim, en á 87. mínútu tókst heimamönnum að jafna og það gerði Xisco.

Þó góðar fréttir kannski fyrir íslenska landsliðið að Alfreð Finnbogason lék allan leikinn í dag í liði Sociedad.

Í hinum leiknum Eibar og Granada 1-1 jafntefli.


Cordoba 1 - 1 Real Sociedad
0-1 Inigo Martinez ('22 )
1-1 Xisco ('87 )

Eibar 1 - 1 Granada CF
0-1 Allan Nyom ('8 )
1-1 Eneko Boveda ('37 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner