lau 25. október 2014 06:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Víkings 
Tomasz Luba gerir nýjan samning við Ólafsvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Tomasz Luba framlengdi á dögunum samning sinn við Víking Ólafsvík um eitt ár.

Tomasz sem nýlega var valinn leikmaður ársins af leikmönnum og forráðamönnum félagsins átti gott tímabil í hjarta varnarinnar þar sem hann var einn af lykilmönnum liðsins.

Jónas Gestur Jónasson formaður Víkings segir það hafa verið forgangsatriði að semja við Tomasz eftir frammistöðu hans sumar.

,,Það var mjög mikilvægt. Við lögðum höfuðáherslu að ná að framlengja við Tomasz í ljósi þess að hann var einn af okkar allra bestu mönnum í sumar," segir Jónas á heimasíðu Víkings.

Frá því Tomasz kom til Víkings frá Reyni Sandgerði árið 2010 hefur hann spilað yfir 120 leiki í öllum keppnum fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner