lau 25. október 2014 12:25
Þórður Vilberg Guðmundsson
Wenger: Við verðum að vinna Sunderland
Arsene Wenger
Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Arsen Wenger knattspyrnustjóri Arsenal segir að liðið verði að sigra Sunderland ef það ættli sér að eiga möguleika á að keppa við liðin á toppnum. Liðin mætast á heimavelli Sunderland kl 14:00 í dag.

Wenger segir að Arsenal hafi verið að spila betur undanfarið eftir slæma byrjun, en liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni og er ellefu stigum á eftir toppliði Chelsea.

“ Við þurfum að bæta okkur örlítið bæði varnarlega og sóknarlega, þetta er 95% hjá okkur en þarf að vera 100%. Við erum með nokkra nýja leikmenn og auk þess hafði HM áhrif á okkur, en þetta er allt að koma,“ dagði Wenger á blaðamannafundi í gær

“Við verðum að vinna Sunderland í dag, framlag leikmanna hefur verið gott nú er þetta spurning um að vinna inn sjálfstraust,“ sagði Wenger að lokum

Athugasemdir
banner
banner
banner