Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. október 2016 12:07
Elvar Geir Magnússon
Sex atriði sem Mourinho þarf að finna lausn á
Jose Mourinho, stjóri Man Utd.
Jose Mourinho, stjóri Man Utd.
Mynd: Getty Images
Spjótin hafa beinst að Jose Mourinho undanfarna daga eftir að Manchester United fékk niðurlægjandi skell gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. United hefur aðeins unnið einn af síðustu sex úrvalsdeildarleikjum sínum, þrátt fyrir það er liðið aðeins sex stigum frá toppsætinu.

Það eru strembnar vikur framundan á Old Trafford og nokkur atriði sem Jose Mourinho þarf að laga sem fyrst. David McDonnell, íþróttafréttamaður Daily Mirror, fann sex atriði sem Portúgalinn þarf nauðsynlega að skoða.

1 - Ná því besta út úr Pogba
Mourinho hefur notað hann í mismunandi hlutverk á miðjunni, þar á meðal sem varnarsinnaður og einnig í meira sóknarhlutverki, en hefur enn ekki náð því besta fram hjá Frakkanum sem keyptur var á metfé.

2 - Laga hikstandi varnarleik
Chelsea opinberaði varnarvandræði United. Chris Smalling og Daley Blindvoru hörmulegir og þá spilar Eric Bailly, besti varnarmaður liðsins á tímabilinu, ekki á næstunni vegna meiðsla.

3 - Spila Rashford þar sem meira kemur út úr honum
Rashford hefur verið spilaður úti á vængnum því Zlatan Ibrahimovic er í fremstu víglínu. Meira kemur út úr Rashford þegar hann er innar á vellinum.

4 - Leysa vafann með Carrick
Jafnvægið á miðju United er meira þegar Michael Carrick er þar, þá getur Pogba tekið meiri þátt í sóknarleiknum. Carrick hefur ekki mikið fengið að spila í úrvalsdeildinni.

5 - Viðurkenna mistök með Fellaini
Mourinho heldur áfram að velja Fellaini í stórleiki United en hann býður ekki upp á neitt annað en að reyna að eyðileggja fyrir andstæðingnum. Miklu meira kemur út úr Carrick í þessari stöðu.

6 - Gefa Mkhitaryan tækifæri
Mkhitaryan var leikmaður ársins í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili en hefur ekki spilað síðan hann átti martraðarhálfleik í tapinu gegn Manchester City. Hann á skilið að fá tækifæri til að sýna af hverju United eyddi 26 milljónum punda í hann.
Athugasemdir
banner
banner