Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. október 2016 19:30
Elvar Geir Magnússon
Bilic: Mourinho las kolrangt í hegðun Conte
Mourinho og Conte eftir leikinn á sunnudag.
Mourinho og Conte eftir leikinn á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, segir að hegðun kollega síns Antonio Conte í lok sigurs Chelsea gegn Manchester United hafi alls ekki verið niðurlægjandi.

Jose Mourinho, stjóri United, var ósáttur við að í stöðunni 4-0 hélt Conte áfram að fagna og „peppa" stuðningsmenn áfram. Þótti Mourinho sem Conte væri að sýna United óvirðingu með þessu og las honum pistilinn eftir leik.

„Ég tel alls ekki að Conte hafi gert þetta til að niðurlægja United," sagði Bilic. „Hann vildi bara að áhorfendur gæfu liðinu hrós fyrir þennan frábæra sigur og frammistöðu."

„Á hliðarlínunni eru margir þjálfarar sem sitja bara og horfa á leikina. Aðrir hegða sér eins og þeir séu að spila leikina. Þú verður að vera þú sjálfur. Ég sá Conte ekki gera neitt rangt eða gera eitthvað sem hann hefur ekki gert síðan hann mætti. Þetta var bara hefðbundinn Conte, hann var líflegur á góðan hátt."

Bilic og Conte mætast á hliðarlínunni á morgun þegar Chelsea heimsækir West Ham í enska deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner